Úrslitakeppni fyrstu deildar karla rúllaði af stað í dag með tveimur leikjum.

Óvænt úrslit urðu í báðum leikjum kvöldsins þar sem liðin á útivelli unnu frábæra sigra. Í fyrri viðureign dagsins lagði Fjölnir lið Hamars í Frystikistunni. Í seinni leiknum hafði Skallagrímur svo betur gegn Sindra á Höfn.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast áfram í úrslitaeinvígið.

Úrslit dagsins

Fyrsta deild kvenna – Úrslitakeppni

Hamar 88-91 Fjölnir

(Fjölnir leiðir einvígið 1-0)

Sindri 90-94 Skallagrímur

(Skallagrímur leiðir einvígið 1-0)