Tveir leikir eru á dagskrá undanúrslita fyrstu deildar kvenna í kvöld.
Stjarnan tekur á móti KR í Umhyggjuhöllinni og á Akureyri eigast við Þór og Snæfell.
Stjarnan leiðir 2-0 í viðureign sinni gegn KR og geta því með sigri í kvöld tryggt sig í úrslitaeinvígið. Vegna fjölgunar í Subway deild kvenna verður það að teljast nóg til þess að þær ekki einungis fái sæti í úrslitum gegn siguvegara viðureignar Þórs og Snæfells, heldur vinni sér einnig inn sæti í efstu deild.

Staðan í einvígi Þórs og Snæfells er öllu jafnari, þar sem bæði lið hafa unnið einn leik og því verða allavegana tveir leikir í viðbót á milli þeirra.
Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið.
Leikir dagsins
Undanúrslit – Fyrsta deild kvenna
Þór Snæfell – kl. 17:00
(Staðan er jöfn 1-1)
Stjarnan KR – kl. 19:15
(Stjarnan leiðir 2-0)