Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Falcon lögðu SISU nokkuð örugglega í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni, 88-65.

Á rúmum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 14 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

AKS eru eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar, nú með fjórtán sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Næsti leikur Þóru og AKS er þann 21. mars gegn Åbyhøj IF.

Tölfræði leiks