Haukar lögðu Breiðablik í kvöld í lokaleik Subway deildar karla, 105-97.

Haukar enduðu deildarkeppnina í 3. sæti með 28 stig og munu mæta Þór í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Breiðablik hafnaði hinsvegar í 10. sætinu með 16 stig, tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Máté Dalmay þjálfara Hauka eftir leik í Ólafssal.