Sögulegu tímabili Ragnheiðar og Eckerd Tritons lauk í 16 liða úrslitum

Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritions lutu í lægra haldi gegn Tampa Spartans í gærkvöldi 76-53.

Ragnheiður náði sér ekki á strik í lokaleiknum, en hún átti í heild gott tímabil með Tritons, með rúmalega 7 stig og 4 fráköst að meðaltali í 31 leik fyrir liðið

Sögulegu tímabili Eckerd Tritions er þar með lokið, en þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem liðið kemst í 16 liða úrslit á landsvísu.