Fall KR úr Subway deild karla fer í sögubækurnar fyrir nokkarar sakir. Meðal annars þá staðreynd að í 67 ára sögu félagsins hefur það aldrei gerst áður. Líkt og ljósmyndarinn og fyrrum dómarinn Gunnar Freyr Steinsson bendir á á samfélagsmiðlum fer fall KR einnig í sögubækurnar fyrir hversu stutt er síðan að liðið varð Íslandsmeistari, en félagið var ríkjandi Íslandsmeistari frá árinu 2014 til 2021. Á þessum tíma vann félagið sex titla, en það er lengsta sigurganga félags eftir að fyrirkomulag úrslitakeppni var komið á á níunda áratug síðustu aldar.

Sé tekið mið af deildinni fyrir og eftir úrslitakeppni er þetta fall KR nokkuð styttra frá titil heldur en það félag sem er í öðru sæti, þar sem Snæfell er næst á listanum með sjö ár á milli, vinna titilinn 2010 og eru fallnir 2017.

Sé heildarsamhengið skoðað miðað við öll lið sem léku bæði fyrir/eftir úrslitakeppni og þau lið sem hættu stuttu eftir að hafa unnið þann stóra er bil KR jafnt í 2.-4. sæti listans. Þar sem Ármenningar tróna á toppinum með tvö tímabil eftir titil og fyrir fall, 1976 og 1978. Liðin tvö sem eru jöfn KR í þessu 2.-4. sæti hættu bæði keppni fjórum tímabilum eftir að þau unnu titil, ÍKF árið 1962 og ÍS árið 1963, en þá var heldur engin fyrsta deild til þess að falla í.