Keflavík lagði Hauka í Ólafssal í kvöld í 24. umferð Subway deildar kvenna. Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 42 stig á meðan að Haukar eru í 3. sætinu með 38 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur leikmann Hauka eftir leik í Ólafssal. Með leik kvöldsins varð Sigrún Sjöfn leikjahæst frá upphafi á Íslandi, en fyrir neðan hana í öðru sæti nú er Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir með 375 leiki.