Sigrún Björg og Chattanooga slegnar út af Virginia Tech

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs máttu þola tap fyrir Virginia Tech í fyrstu umferð Marsfárs bandaríska háskólaboltans, 58-33.

Sigrún lék 39 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 3 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Chattanooga höfðu fyrr í mánuðinum unnið sér inn þátttökurétt í Marsfárinu með sigri í úrslitakeppni SoCon deildarinnar.

Tölfræði leiks