Rosaleg frammistaða Ágústs Goða fyrir ungmennalið Paderborn ratar í miðla í Þýskalandi

Ágúst Goði Kjartansson og ungmennalið Paderborn hafði betur gegn ungmennaliði Munster í úrslitakeppni NBBL deildarinnar í Þýskalandi, 101-86.

Þetta er annað lið en það sem Ágúst leikur fyrir í Pro A deildinni, þar sem að bara U-19 ungmennalið eru skráð til leiks þarna.

Ágúst átti stórleik fyrir Paderborn í leiknum, en hann skilaði 28 stigum, 2 fráköstum, 16 stoðsendingum og 4 stolnum boltum á tæpum 33 mínútum spiluðum.

Um var að ræða átta liða úrslita viðureign í norðurdeild keppninnar, en svo bætast við tvö og tvö lið í eiginlegri sameiginlegri úrslitakeppni ungmennaliða Þýskalands, þar sem að meðal annarra verður lið Bayern Munich.

Hér fyrir neðan má sjá mynd úr þýsku dagblaði þar sem skrifað er um frammistöðu Ágústs og Paderborn.