Njarðvík lagði Keflavík í Ljónagryfjunni í kvöld í Subway deild kvenna, 73-72. Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 42 stig á meðan að Njarðvík er í 4. sætinu með 28 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Raquel De Lima Viegas Laneiro leikmann Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni. Raquel átti fantagóðan leik fyrir Íslandsmeistarana í kvöld, skilaði 20 stigum, en 3 þeirra voru lokaþristur sem hún setti og vann að lokum leikinn fyrir heimakonur.

Viðtal / SBS