Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons lögðu Nova Southeastern í fyrstu umferð Marsfárs annarar deildar háskólaboltans og munu leika við Union í annarri umferð á morgun. Ragnheiður var atkvæðamikil fyrir Eckerd í sigrinum, með 7 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar.

Þá eru Hanna Þráinsdóttir og NYU komnar í átta liða úrslit Marsfárs þriðju deildar háskólaboltans þar sem þær leika við Transylvania University á morgun.