Njarðvík lagði Breiðablik nokkuð örugglega í kvöld í 26. umferð Subway deildar kvenna, 69-80.

Eftir leikinn er Njarðvík í 4. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan að Breiðablik er í 7. sætinu með 8 stig.

Atkvæðamestar fyrir Njarðvík í leiknum voru Alliyah Collier með 18 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar og Briet Sif Hinriksdóttir með 14 stig.

Fyrir heimakonur í Blika var það Þórdís Jóna Kristjánsdóttir sem dró vagninn með 20 stigum og 5 fráköstum. Henni næst var Birgit Ósk Snorradóttir með 14 stig og 8 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 22. mars. Þá fá Íslandsmeistarar Njarðvíkur lið Hauka í heimsókn og Breiðablik mætir ÍR í Smáranum.

Tölfræði leiks