Í kvöld var sannkallaður toppslagur í Subway deild kvenna, Valur – Haukar.  Liðin í öðru og þriðja sæti. Valskonur komu til leiks með 13 sigra í röð, töpuðu síðast fyrir einmitt  Haukum, 9. nóvember. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð, þannig að það mátti búast við hörkurimmu á milli þessara systrafélaga.  Það varð nú ekki raunin, því Valskonur voru nánast á hælunum allan leikinn, Haukar unnu sanngjarnt og sannfærandi 63-77.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Ólaf Jónas Sigurðsson þjálfara Vals eftir leik í Origo Höllinni.