Álftanes lagði Skallagrím í gærkvöldi í fyrstu deild karla, 96-83. Sigurinn nokkuð þýðingarmikill fyrir Álftanes, þar sem ekkert lið getur nú náð þeim í efsta sæti fyrstu deildarinnar og þeir hafa þar með tryggt sér sæti í Subway deildinni á næsta tímabili.

Mikil hátíð var í Forsetahöllinni í kringum leikinn, þar sem að fullt hús var af bláklæddum stuðningsmönnum Álftnesinga. Ljósmyndari Körfunnar Bára Dröfn Kristinsdóttir var á staðnum og náði þessum frábæru myndum af leiknum og fagnaðarlátunum sem brutust út eftir leik.

Hérna er meira um leikinn

Hérna má sjá fleiri myndir frá leiknum