Martin Hermannsson og Valencia lögðu Granada nokkuð örugglega í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 80-72.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Valencia upp á að halda sér inni í úrslitakeppninni, en eftir hann eru þeir í 8. og síðasta sæti hennar með 13 sigra og 10 töp það sem af er tímabili.

Martin kom til baka á dögunum eftir að hafa verið tæpt ár frá vegna meiðsla, en er að komast af stað aftur með liðinu og skilaði tveimur stigum, tveimur fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta í kvöld á tæpum 14 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks