Martin Hermannsson og Valencia báru sigurorð af Fenerbahce í EuroLeague í kvöld, 82-80.

Valencia eru eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 14 sigra og 15 töp það sem af er tímabili. Þeir eru þar aðeins einum leik fyrir neðan sæti í úrslitakeppninni þegar fimm leikir eru eftir af deildinni.

Martin er að sjálfsögðu að komast af stað aftur eftir tæpt ár af meiðslum, en hann skilaði samt sem áður hellings framlagi fyrir Valencia í kvöld með 7 stigum og stoðsendingu á tæpum 6 mínútum spiluðum.

Næsti leikur Martins og Valencia í EuroLeague er gegn Monaco þann 24. mars.

Tölfræði leiks