Lokaumferð Subway deildar karla er á dagskrá í kvöld.

Nokkur spenna er fyrir leikjum kvöldsins þó ljóst sé að Valur verður deildarmeistari og mun eftir leik sinn gegn Tindastóli í Origo Höllinni fá deildarmeistaratitilinn afhendan. Þá er einnig ljóst að KR og ÍR eru fallin í fyrstu deildina. Ekki er þó ljóst hvaða lið verða í úrslitakeppninni, þar sem baráttan stendur á milli Hattar, Stjörnunnar og Breiðabliks um 8. og síðasta sæti keppninnar. Þá geta einhver lið skipt um sæti með sigri í kvöld, þar sem meðal annars Haukar geta farið uppfyrir Keflavík og Þór getur stolið sæti Grindavíkur.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Subway deild karla

Valur Tindastóll – kl. 19:15

Haukar Breiðablik – kl. 19:15

Þór Grindavík – kl. 19:15

Höttur ÍR – kl. 19:15

KR Stjarnan – kl. 19:15

Keflavík Njarðvík – kl. 19:15