Subway deild kvenna lauk í gærkvöldi með því að Keflavík voru krýndar deildarmeistarar, en þær enduðu með 48 stig í efsta sætinu, 4 stigum á undan Haukum í öðru sæti og Val í þriðja sæti. Öllu neðar í fjórða sætinu voru svo Íslandsmeistarar Njarðvíkur með 36 stig.

Úrslitakeppni deildarinnar hefst komandi mánudag 3. apríl, en þá mun Keflavík taka á móti Njarðvík í Blue Höllinni og Haukar taka á móti Val í Ólafssal. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sig í úrslitaeinvígið.
Keflavík 3 – 1 Njarðvík / Hérna er hægt að skoða leikina
Keflavík og Njarðvík mættust í fjögur skipti í Subway deildinni í vetur og hafði Keflavík sigur í þrjú skipti á móti einum sigurleik Njarðvíkur. Keflavík vann með 23 stigum um miðjan september, 7 stigum í byrjun nóvember, 11 stigum í byrjun janúar og Njarðvík vinnur svo með 1 stigi nú um miðjan mars.
Haukar 3 -1 Valur / Hérna er hægt að skoða leikina
Haukar og Valur mættust einnig í fjögur skipti í deildinni í vetur og höfðu Haukar þrjá sigra gegn einum Vals. Haukar vinna með 15 stigum í lok september og 13 stigum í byrjun nóvember. Valur vinnur svo með 10 stigum um miðjan janúar áður en Haukar vinna lokaleik liðanna á tímabilinu nú í byrjun mars með 14 stigum.
Leikdagar undanúrslita:
Keflavík (1) gegn Njarðvík (1)
03.04 – Keflavík
06.04 – Njarðvík
09.04 – Keflavík
09.04 – Njarðvík (ef þarf)
13.04 – Keflavík (ef þarf)
Haukar (2) gegn Val (3)
03.04 – Hafnarfjörður
06.04 – Reykjavík
09.04 – Hafnarfjörður
13.04 – Reykjavík (ef þarf)
14.04 – Hafnarfjörður (ef þarf)