Leikdagar undanúrslita fyrstu deildar kvenna og innbyrðisviðureignir tímabilsins – Hvaða lið fer upp í Subway?

Undanúrslit fyrstu deildar kvenna rúlla af stað komandi laugardag 25. mars, en það mun vera fyrsta úrslitakeppni efstu tveggja deilda karla og kvenna sem fer af stað. Aðeins eitt lið fer upp í Subway deild kvenna úr fyrstu deildinni. Til þess að vinna sér inn það sæti þurfa liðin að vinna þrjá leiki í undanúrslitum og þrjá leiki í úrslitaeinvígi.

Þegar að deildin endaði á dögunum var það Stjarnan sem stóð uppi sem deildameistari deildarinnar, en líkt og sjá má hér fyrir ofan var deildarsigur þeirra frekar öruggur þó ekki hafi verið langt í næstu lið. Í undanúrslitum mætir Stjarnan svo liðinu sem hafnaði í fjórða sæti, KR og Þór mætir Snæfell.

Stjarnan 3 – 0 KR / Hérna er hægt að skoða leikina

Stjarnan og KR mættust í þrígang í deildinni í vetur, tvisvar í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ og í eitt skipti á Meistaravöllum í Vesturbænum. Hafði Stjarnan sigur í öllum þremur leikjunum, með 8 stigum í október, 3 stigum í desember og að lokum 23 stigum nú í byrjun mars

Þór 2 – 1 Snæfell / Hérna er hægt að skoða leikina

Í hinu einvíg undanúrslitana mætir liðið úr öðru sætinu Þór því er endaði í þriðja sætinu, Snæfell. Einnig mættust þau í þrígang í deildinni í vetur, tvisvar á Akureyri og í eitt skipti í Stykkishólmi, en þar hafði Þór sigur í tvígang á móti einum sigri Snæfells. Snæfell vann með 6 stigum í október, Þór með 16 stigum í nóvember og svo vann Þór aftur síðasta leik liðanna nú í febrúar með 15 stigum.

Leikdagar undanúrslita:

Þór (2) gegn Snæfell (3)

25.03 – Akureyri

28.03 – Stykkishólmur

31.03 – Akureyri

02.04 – Stykkishólmur (Ef þarf)

05.04 – Akureyri (Ef þarf)

Stjarnan (1) gegn KR (4)

25.03 – Garðabær

28.03 – Vesturbær

31.03 – Garðabær

02.04 – Vesturbær (Ef þarf)

05.04 – Garðabær (Ef þarf)