Þjálfari Þórs Lárus Jónsson hefur samið við félagið til næstu þriggja ára eða til ársins 2026. Þá hafa leikmennirnir Davíð Arnar Ágústsson og Emil Karel Einarsson samið til næstu tveggja ára, eða til 2025. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Lárus kom til Þorlákshafnar árið 2020 og gerði Þór að Íslandsmeisturum árið eftir, 2021. Þeir Emil og Davíð Arnar voru báðir leikmenn í því liði, en þeir eru uppaldir Þórsarar sem alla tíð hafa leikið fyrir félagið.