Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden máttu þola tap gegn Limburg í BNXT Gold deildinni í Hollandi/Belgíu í kvöld, 75-88.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Kristinn 10 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Það hvorki gengur né rekur hjá Aris í þessum seinni hluta mótsins, en þeir eru í 10. og neðsta sæti sterkari sameinaðri deildarinnar enn án sigurs eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Tölfræði leiks