Við tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars mun KR gefa allan ágóða leiks síns gegn Breiðablik í fyrstu deild kvenna í kvöld til Konukots. Leikurinn hefst kl. 20:30 á Meistaravöllum, en ásamt því að gefa miðasöluna verður einnig tekið á móti frjálsum framlögum fyrir málstaðinn á leiknum.
Konukot er neyðarskýli fyrir konur sem glíma við heimilisleysi og er rekið af Rótinni – félagi um velferð og lífsgæði kvenna.