Íslendingar í fyrsta skipti með tvo fulltrúa í Marsfárinu – Þóranna og Iona unnu MAAC titilinn

Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels tryggðu sér í gærkvöldi MAAC titilinn með 73-60 sigri á Manhattan College. Með sigrinum tryggði liðið sér miða í Marsfárið og Þóranna slæst þar með í lið með Sigrúnu Björg Ólafsdóttur og Chattanooga Mocs, sem áður höfðu unnið sína deild og tryggt sér sæti í þessu stærsta móti háskólaboltans. Þóranna Kika skoraði 10 stig (á 5 af 5 100% nýtingu), gaf 3 stoðsendingar og tók frákast á 17 mínútum spiluðum í úrslitaleiknum.

Það mun svo verða ljóst seinna í dag hvaða liðum Chattanooga og Iona munu mæta í fyrstu umferð keppninnar.