Njarðvík og Þór Þorlákshöfn buðu upp á besta deildarleik tímabilsins til þessa þegar tvíframlengja varð magnaða rimmu liðanna. Heimamenn í Njarðvík höfðu að lokum sigur 117-113 og bundu þar með enda á fimm leikja sigurgöngu Þórsara og unnu að sama skapi níunda deildarleikinn sinn í röð.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hauk Helga Pálsson leikmann Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni.

Viðtal / SBS