Lið New York University (NYU) sem Hanna Þráinsdóttir leikur með lagði lið Greensboro College  71-54 í fyrstu umferð úrslitakeppni 3. deildar NCAA kvennakörfuboltans í Bandaríkjunum sem hófst sl. föstudag. 64 lið unnu sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni.

Daginn eftir lögðu þær svo lið Messiah College 62-41 í 32 liða úrslitum. Hanna lék óvenju lítið vegna veikinda sem hrjáðu hana dagana sem leikirnir fóru fram.  Greensboro hafði unnið 26 leiki og tapað 2 á tímabilinu og lið Messiah unni 25 leiki og tapað 2 og reyndar bara tapað tveimur heimaleikjum á síðustu fjórum árum.

Hanna og lið NYU halda næst til Lexington í Kentucky og leika í 16 liða úrslitum á föstudagskvöld gegn Trine University sem hefur unnið 23 leiki og tapað 6 þegar hér er komið á leiktíðinni.  

Myndin er af liði NYU eftir sigur í 32 liða úrslitunum sl. laugardag.