Guðbjörg Norðfjörð hefur tekið við sem formaður KKÍ af Hannesi Jónssyni. Tilkynnir sambandið þetta fyrr í dag.
Hannes tilkynnti stjórninni afsögn sína síðastliðinn mánudag, en samkvæmt nýjum lögum sambandsins má framkvæmdarstjóri sambandsins ekki sitja í stjórn þess og vera formaður. Áður var Guðbjörg varaformaður sambandsins, en hún verður þar með 15. formaður KKÍ í sögunni og önnur konan til að gegna því embætti. Nýr varaformaður stjórnar var kosinn Birna Lárusdóttir.
Hannes hefur verið formaður sambandsins síðastliðin 17 ár, en í fréttatilynningu segir að ný stjórn hafi formanni að staðfest áframhaldandi ráðningarsamning við hann sem framkvæmdastjóra sambandsins.
Nýja stjórn KKÍ skipa:
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands
Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir formaður
Birna Lárusdóttir 1. varaformaður
Lárus Blöndal 2. varaformaður
Guðrún Kristmundsdóttir gjaldkeri
Ágúst Angantýsson meðstjórnandi
Einar Hannesson meðstjórnandi
Heiðrún Kristmundsdóttir meðstjórnandi
Herbert Arnarson meðstjórnandi
Jón Bender meðstjórnandi