Íslandsmeistarar Vals lögðu Hött í kvöld á Egilsstöðum í 18. umferð Subway deildar karla. Eftir leikinn er Valur í efsta sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Höttur er í 9. sætinu með 14 stig.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn á upphafsmínútunum. Valur leiddi þó með 3 stigum eftir fyrsta fjórðung, 21-24. Leikurinn er svo í nokkru jafnvægi fram að hálfleik, en Valsmenn ná þó að vera skrefinu á undan þegar liðin halda til búningsherbergja, 37-43.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Valur að slíta sig almennilega frá heimamönnum í fyrsta skipti í leiknum og eru komnir 18 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 57-75. Undir lokin reyndist það forskot of mikið fyrir Hött, sem þó gerði vel að hlaða í ágætis áhlaup. Niðurstaðan að lokum 9 stiga sigur Íslandsmeistara Vals, 81-90.

Bestur í liði Vals í kvöld var Kristófer Acox með 20 stig og 5 fráköst á meðan að Obie Trotter dró vagninn fyrir Hött með 14 stigum og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks