Elvar Már Friðriksson og Rytas eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir eins stigs sigur gegn Baxi Manresa í 16 liða úrslitum riðlakeppninnar, 96-95.

Liðin tvö voru jöfn að sigrum í riðlinum eftir leikinn, en vegna þrettán stiga sigurs Manresa gegn Rytas í fyrri leik liðanna á Spáni endar Rytas riðilinn í 3. sæti á meðan að Manresa fer áfram úr 2. sætinu.

Elvar Már átti fínan leik fyrir Rytas í kvöld, skilaði 14 stigum, frákasti, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á rúmum 18 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks