Aukasendingin: Vonleysi Keflavíkur, upprisa Álftnesinga og fall KR

Aukasendingin kom saman með þeim Guðmundi Auðunn og Árna Jóhanns til þess að ræða fréttir vikunnar, stöðuna í Subway deildunum, leikmenn erlendis, upprisu Álftnesinga, fall KR, vonleysið í Keflavík og margt fleira.

Einnig ræða þeir tvær tillögur sem eru fyrir þing KKÍ þann 25. mars um fjölgun í Subway deild kvenna og breytingar á reglum um erlenda leikmenn.

Þá velja þeir undir lokin fimm manna úrvalslið leikmanna sem líklegir eru til að falla með sínum liðum úr Subway deild karla, en ættu ekki undir neinum kringumstæðum að spila í fyrstu deildinni með sínu félagi.

Aukasendingin er í boði Subway, Lykils og Kristalls.