Aukasendingin: Subway vörutalning, kaup og kjör atvinnumanna og óvæntar breytingar á þingi KKÍ

Aukasendingin kom saman með þeim Guðmundi Auðunn og Hraunari Karl til þess að ræða fréttir vikunnar, stöðuna í Subway deildunum, vonleysi í Keflavík, Breiðablik og Stjörnunni og vonina í Grindavík, Haukum og Hetti. Þá ræða þeir grein Jose Colorado um kaup og kjör atvinnumanna á Íslandi.

Einnig er farið yfir þrjár af þeim stærri tillögum sem voru samþykktar á þingi KKÍ í gær og þá er farið yfir úrvalslið leikmanna sem eru á fyrsta ári með sínu félagi sem lið ættu án nokkurs vafa að reyna að semja við fyrir næsta tímabil sem fyrst

Aukasendingin er í boði Subway, Lykils og Kristalls.