Stjarnan lagði KR í öðrum leik undanúrslitaviðureignar liðanna í fyrstu deild kvenna, 72-83. Stjarnan er því komin með 2-0 forystu í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig í úrslitaeinvígið.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Auði Írisi Ólafsdóttur þjálfara Stjörnunnar eftir leik á Meistaravöllum.