Risaleikur er í Forsetahöllinni á mánudaginn kl. 19:15 þegar Álftanes spilar við Skallagrím í fyrstu deild karla. Fari svo að Álftanes sigri leikinn tryggir liðið sig upp í deild þeirra bestu, Subway deildina.

Búist er við fjölmenni í Forsetahöllinni og ekki þykir ólíklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sjálfur mæti.

Þá er búið að henda í 100 þúsund króna leik fyrir þann sem nær miðjuskoti í hálfleik, en hér fyrir ofan má sjá reglur hálfleiksskotsins komandi mánudag.