Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Falcon lögðu BK Amager í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni, 75-58.

AKS eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með 11 sigrag 1 tap það sem af er tímabili.

Á rúmum 20 mínútum spiluðum skilaði Þóra 6 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Þóru og AKS er eftir landsleikjahlé, þann 19. febrúar gegn Åbyhøj IF.

Tölfræði leiks