Ísland mætir Georgíu kl. 16:00 að íslenskum tíma á morgun í lokaleik sínum í undankeppni HM 2023. Til þess að komast uppfyrir Georgíu í riðlinum og tryggja sig á lokamótið þarf Ísland að vinna leikinn og gera það með fleiri stigum heldur en Georgía vann þá heima í Laugardalshöllinni í nóvember síðastliðnum, 85-88.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Íslenska liðið gerði þrjár breytingar á liði sínu frá tapi fimmtudagsins gegn Spáni. Inn í hópinn koma Elvar Már Friðriksson, Kristófer Acox og Haukur Helgi Pálsson í stað Hilmars Smára Henningssonar, Ragnars Nathanaelssonar, Kristins Pálssonar.

Íslenski hópurinn:

Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (63)

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (73)

Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (24)

Hlynur Bæringsson · Stjarnan (130)

Hjálmar Stefánsson · Valur (20)

Kári Jónsson · Valur (31)

Kristófer Acox · Valur (50)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (27)

Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (8)

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (57)

Þórir G. Þorbjarnarson · Ovideo, Spáni (10)

Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (79)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil