Róbert Sean með nokkur tilboð frá háskólum

Njarðvíkingurinn Róbert Sean Birmingham er samkvæmt CBB Europe með tilboð frá Davidson og Charlotte um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Róbert leikur þetta tímabilið fyrir Cannon miðskólann í Norður Karólínu, en þangað kom hann frá ungmennaliði Baskonia á Spáni.

Tilboðin tvö eru sögð bæta við skólum sem Róbert getur mögulega farið í eftir að hann klárar miðskólann, en áður hafði hann fengið tilboð frá Wake Forrest. Allir eru skólarnir í efstu deild bandaríska háskólaboltans.

Lið Davidson ættu einhverjir íslenskir aðdáendur að kannast, en Jón Axel Guðmundsson lék þar fjögur tímabil og þá var Styrmir Snær Þrastarson á mála hjá þeim á síðasta tímabili