Bakvörðurinn Róbert Sigurðarson verður ekki meira með Haukum í Subway deild karla á tímabilinu. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Samkvæmt tilkynningunni munu þau meiðsl sem Róbert hefur átt við síðustu mánuði ekki vera einföld að eiga við og því mun hann ekki leika meira með þeim þetta tímabilið. Róbert náði aðeins 8 leikjum með Haukum í Subway deildinni í vetur, þeim síðasta um miðjan janúar, en hann skilaði 7 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali á rúmri 21 mínútu spilaðri í leik.