Tindastóll lagði Hött í Subway deild karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, 109-88. Leikurinn átti upphaflega að fara fram 2. febrúar en var frestað vegna veðurs.

Eftir leikinn er Tindastóll í 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Höttur er í 9. sætinu með 12 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Pétur Rúnar Birgisson leikmann Tindastóls eftir leik í Síkinu.

Viðtal / Hjalti Árna