Martin Hermannsson hefur loksins snúið aftur til æfinga hjá liði sínu Valencia Basket, en frá þessu var greint á twitter-síðu sem lætur sig málefni félagsins varða fyrr í dag.

Martin sleit krossbönd í apríl á síðasta ári, og hefur frá því unnið hörðum höndum að endurkomu sinni. Nú styttist vonandi í endurkomu kappans í keppnisleiki með liðinu, sem og með íslenska landsliðinu.