Leikmaður ÍR í Subway deild karla Luciano Massarelli verður ekki meira með liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla í hnéi.

Samkvæmt þjálfara liðsins mun Luciano hafa slitið krossband og því verður liðið án hans það sem eftir lifir tímabils. Það munar um minna fyrir liðið, en í 14 leikjum fyrir þá það sem af er tímabili hafði hann skilað 11 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

ÍR er sem stendur í 11. sæti deildarinnar með 10 stig, einum sigurleik frá öruggu sæti í deildinni að ári.