Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden máttu þola tap í dag fyrir Landstede Hammers í BNXT deildinni í Hollandsi/Belgíu, 93-76.

Landstede náðu með sigrinum að jafna Aris í 4.-5. sæti hollenska hluta deildarinnar, en bæði lið hafa unnið tíu leiki og tapað sex. Aris hefðu með sigri geta endanlega tryggt sig áfram í Elite Gold hluta deildarkeppninnar, þar sem að efstu fimm lið Hollands og efstu fimm lið Belgíu leika fram að úrslitakeppni í vor.

Á 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 16 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Aris er þann 11. febrúar gegn Den Bosch, en þar fær liðið annað tækifæri til að endanlega tryggja sig áfram.

Tölfræði leiks