Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden máttu þola tap í kvöld fyrir Den Heroes Bosch í BNXT deildinni í Hollandi, 74-78.

Aris eru eftir leikinn í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt Groningen með 10 sigra og sjö töp það sem af er tímabili, en fimm efstu lið deildarinnar komast áfram í sameiginlega gulldeild Hollands og Belgíu, sem leikin er í lok tímabils.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 13 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu.

Lokaleikur Aris í þessum hollenska fasa keppninnar verður þann 18. febrúar gegn Groningen.

Tölfræði leiks