Jón Axel Guðmundsson og Pesaro tryggðu sig áfram í undanúrslit ítölsku bikarkeppninnar í kvöld með sigri gegn Varese í átta liða úrslitum, 84-80.

Í undanúrslitum munu þeir mæta liði Brescia sem lögðu Milano í átta liða úrslita viðureign sinni, en leikurinn fer fram komandi laugardag 18. febrúar.

Á 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 13 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Tölfræði leiks