Ísland mætir Georgíu kl. 16:00 að íslenskum tíma í lokaleik sínum í undankeppni HM 2023. Úr riðil Íslands hafa Spánn og Ítalía tryggt sér tvo af þremur farmiðum á mótið og Holland og Úkraína eru úr leik. Í þriðja sæti riðilsins er Georgía einum sigurleik fyrir ofan Ísland sem er í fjórða sætinu. Til þess að komast uppfyrir þá þarf Ísland að vinna leikinn og gera það með fleiri stigum heldur en Georgía vann þá heima í Laugardalshöllinni í nóvember síðastliðnum, 85-88.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Færi svo að Ísland tækist að sigra leikinn væri það bæði í fyrsta skipti sem þjóðin færi á lokamót HM, sem og væri hún sú lang minnst sem nokkurntíman hefði gert það. Næst Íslandi væri Svartfjallaland, sem tryggði sig á lokamót HM 2019, en þeir eru um 620 þúsund.

Því má þó ekki gleyma að mótherji Íslands í dag, Georgía, hefur heldur aldrei náð að tryggja sig á lokamót og væri það því einnig mikið afrek fyrir heimamenn að ná að klára dæmið í dag. Leikur dagsins fer fram í glæsilegri höll sem ber nafn höfuðborgarinnar, Tíblisi Arena, en hún tekur 10 þúsund manns í sæti. Áhugi georgískra aðdáenda hefur ekki látið á sér standa síðustu daga, en uppselt hefur verið á leikinn í nokkurn tíma.

Hérna er heimasíða mótsins

Leikur dagsins

Undankeppni HM 2023

Georgía Ísland – kl. 16:00

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil