Leikstjórnandi Keflavíkur Hörður Axel Vilhjálmsson verður frá næsta mánuðinn vegna meiðsla. Staðfestir félagið þetta við Körfuna fyrr í dag.

Hörður Axel meiddist á þumli í leik liðsins gegn Breiðabliki í Subway deildinni á dögunum. Hann ku þó hafa leikið gegn Haukum í umferðinni á eftir, í síðustu viku, með óafvitandi brotinn þumal, en verður nú frá vegna þessa næstu 4-6 vikurnar eftir að hafa farið í myndatöku.

Það munar um minna fyrir Keflavíkurliðið, en í 12 leikjum fyrir þá í deildinni í vetur hefur hann skilað 10 stigum, 3 fráköstum og8 stoðsendingum að meðaltali í leik.