Keflavík lagði Breiðablik í Blue Höllinni í kvöld í 15. umferð Subway deildar karla.

Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Breiðablik er í 5. sætinu með 16 stig. Keflvíkingar lengdu sigurhrinu sína á heimavelli í deildarkeppninni í 8 leiki, en þeir eiga enn eftir að tapa þar í vetur.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hjalta Vilhjálmsson þjálfara Keflavíkur eftir leik í Blue Höllinni.