Hilmar Pétursson og Munster máttu þola tap í dag gegn Eisbären Bremerhaven í Pro A deildinni í Þýskalandi, 91-75.

Eftir leikinn eru Munster í 14. sæti deildarinnar með 9 sigra og 14 töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 15 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Hilmars og Munster er eftir landsleikjahlé, þann 3. mars gegn Leverkusen.

Tölfræði leiks