Ísland mætir Spáni heima og Georgíu úti nú í lok mánaðar í lokaleikjum sínum í undankeppni HM 2023. Möguleikar Íslands á að tryggja sig á lokamótið eru enn til staðar, en svo að það geti orðið þurfa þeir burt séð frá öðru að vinna Georgíu úti með fjórum stigum eða fleiri.

Georgía tilkynnti á dögunum hvaða 14 leikmenn það verða sem koma til greina í 12 manna lið þeirra í þessum lokaglugga, en ásamt lokaleiknum gegn Íslandi mæta þeir Hollandi úti í Almera.

Ljóst er að um svipaðan hóp er að ræða hjá liðinu og mætti Íslandi í heimaleiknum, þar sem að þeirra lykilmenn voru allir að undanskyldum Goga Bitadze sem leikur í NBA deildinni. Flestir leika þeir í heimalandinu, en þeirra allra sterkustu leikmenn koma úr spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum.

14 leikmanna hópur Georgíu:

Rati Andronikashvili – Murcia/Spánn

Givi Bakradze – Olimpi/Georgía

Beka Bekauri – Tbilisi/Georgía

Mikheil Berishvili – Tbilisi/Georgía

Merab Bokolishvili – Cactus/Georgía

Beka Burjanadze – Reggiana/Ítalía

Kakhaber Jintcharadze – Kutaisi/Georgía

George Korsantia – Gostivar/Makedónía

Ilia Londaridze – Kavkasia/Georgía

Thaddus McFadden – Murcia/Spánn

Duda Sanadze – Anorthosis/Kýpur

Tornike Shengelia – Virtus Bologna/Ítalía

Giorgi Shermadini – Tenerife/Spánn

George Tsintsadze – TSU/Georgía

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Georgian Basketball Federation (@georgian_basketball_federation)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil