Hönnun fyrrum leikmanns Keflavíkur, Stjörnunnar og íslenska landsliðsins Gunnars Ólafssonar prýðir nú mjólkurfernur sænska mjólkurrisans Valio.

Gunnar hefur síðustu misseri lagt stund á nám í grafískri hönnun við einn af fremri hönnunarskólum landsins í Forsberg og var valinn ásamt tveimur öðrum hönnuðum til þess að vera utan á mjólkurfernunum sem dreift er um allt landið.

Um hönnunina á heimasíðu Valio segir Gunnar:

“Mér finnst gaman að vinna með línur og einfaldleika í hönnun, sérstaklega þegar kemur að litum og nota því yfirleitt bara svart og hvítt til að sýna eða teikna hugmynd.

En í þessari tilteknu hönnun vildi ég bæta við lit. RRR stendur sem skammstöfun fyrir þrjú orð: Recycle, Reuse, Reduce.

List hefur almennt vald til að snerta og veita fólki innblástur á svo marga mismunandi vegu (og að gefa nýtt líf, notaðir hlutir eru svo sannarlega hluti af því): bókmenntir, myndskreytingar, tónlist og margar fleiri tegundir lista hafa þann kraft ein og sér, en þegar þau eru sameinuð finnst mér krafturinn verða enn meiri.

Með þessu mynstri stefndi ég að samsetning orða og myndskreytinga sem væri áminning um mikilvægan boðskap sem orðin þrjú standa fyrir (endurvinna, endurnýta, minnka)”

Hérna er heimasíða Gunnars