Tindastóll hefur samið við lettneska skotbakvörðinn Davis Geks um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild kar.a
Davis kemur til liðsins frá Leipja í eistnesku deildinni, en með þeim skilaði hann 12 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Á samt því að hafa leikið í Eistlandi og í heimalandinu Lettlandi hefur leikmaðurinn einnig áður leikið í efstu deild í Litháen sem og í Leb Oro deildinni á Spáni.