Það var ekki aðeins íslenska kvennalandsliðið sem stóð í ströngu í gær, en Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, dæmdi leik Svíþjóðar og Lettlands í undankeppni Eurobasket kvenna á sama tíma og Ísland atti kappi við Spán.

Leikurinn fór fram í Avicii Arena (Globen) í Stokkhólmi, fyrir framan um 9.000 manns. Svo fór að Lettar fóru með sigur af hólmi, 65-71, í spennandi leik.